Sjötíu ár frá fyrsta sigri landsliðsins í knattspyrnu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Frá æfingu Austur-Þýslands á Melavellinum árið 1961 sem var lengi vel þjóðarleikvangur Íslands. LJÓSMYNDASAFNREYKJAVÍKUR Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira