Í yfirlýsingu frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ákvörðunin hafi verið tekin með tilliti til samstilltra aðgerða fjölda ríkja í gær og í dag. Um 140 rússneskum erindrekum, sem í mörgum tilfellum eru sagðir vera njósnarar, hefur verið vísað frá minnst 25 ríkjum.
Tilefni brottvísananna er taugaeitursárás á Sergei Skripal, fyrrverandi rússneskan njósnara sem sveik Rússland og starfaði fyrir Bretlandi, í byrjun mánaðarins.
„Þetta sendir skýr skilaboð til Rússlands um að óásættanleg og hættuleg hegðun hefur afleiðingar,“ segir Stoltenberg. Hann sagði aðgerðirnar endurspegla alvarleika málsins.
Í yfirlýsingunni segir að árásin á Skripal, sem Bretar segja að Rússar hafi gert, sé í fyrsta sinn sem taugaeitri sé beitt innan landamæra NATO-ríkja.
In light of the dangerous pattern of Russian behaviour and lack of constructive response after #Salisbury, #NATO has decided to reduce the number of Russian officials accredited to NATO by 10. https://t.co/0lNUoqPUjQ
— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) March 27, 2018