Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 10:50 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Vísir/Getty Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1 Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1
Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00