Ólafía á leið á fjórða risamótið Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal þátttakenda á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið hefst á fimmtudaginn en leikið er í Kaliforníu á hinum glæsilega velli Mission Hills Country Club. Enginn Íslendingur hefur leikið áður á þessu móti og verður Ólafía því fyrst meðal keppenda. Þetta verður fjórða risamótið sem Ólafía keppir á en hún leik á þremur risamótum á síðasta ári. Fyrsta var KPMG mótið í júní síðastliðnum áður en hún keppti á opna breska í ágúst. The Evian Championship var síðasta risamótið sem Ólafía keppti á og þar hún komst í gegnum niðurskurð. Það er ljóst að það verður nóg að keppa fyrir Ólafíu því verðlaunaféð á mótinu nemur alls 283 milljónum króna. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir Ólafíu upp á ferilskrá sína í golfinu heldur gæti hún einnig fengið góðan pening í kassann. Mótinu verður að sjálfsögðu gerð góð skil á Golfstöðinni en bein útsending hefst á fimmtudag klukkan 16.00. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal þátttakenda á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið hefst á fimmtudaginn en leikið er í Kaliforníu á hinum glæsilega velli Mission Hills Country Club. Enginn Íslendingur hefur leikið áður á þessu móti og verður Ólafía því fyrst meðal keppenda. Þetta verður fjórða risamótið sem Ólafía keppir á en hún leik á þremur risamótum á síðasta ári. Fyrsta var KPMG mótið í júní síðastliðnum áður en hún keppti á opna breska í ágúst. The Evian Championship var síðasta risamótið sem Ólafía keppti á og þar hún komst í gegnum niðurskurð. Það er ljóst að það verður nóg að keppa fyrir Ólafíu því verðlaunaféð á mótinu nemur alls 283 milljónum króna. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir Ólafíu upp á ferilskrá sína í golfinu heldur gæti hún einnig fengið góðan pening í kassann. Mótinu verður að sjálfsögðu gerð góð skil á Golfstöðinni en bein útsending hefst á fimmtudag klukkan 16.00.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira