Innlent

Landspítali þarf 80 milljarða umfram fjármálaáætlun

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega „en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“
Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega „en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Vísir
Aukin fjárþörf Landspítala á árunum 2019-2023 miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nemur 80 milljörðum króna samkvæmt umsögn Landspítalans við fjármálaáætlunina.

„Fjárveitingar til rekstrar Landspítala árið 2018 eru ríflega 2.000 milljónum króna lægri á föstu verðlagi en árið 2008 þrátt fyrir verulega aukna eftirspurn og fjölmörg viðamikil verkefni sem falin hafa verið sjúkrahúsinu.  Á þessu tímabili hefur landsmönnun fjölgað verulega, sjúkdómsbyrði aukist og fjölmörg veigamikil verkefni verið flutt til Landspítala.“

Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega „en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“

Alls 27 milljarða vantar svo aukalega í endurnýjun tækjabúnaðar í núverandi húsnæði, endurbætur á húsnæðinu og svo byggingu nýs húsnæðis.

Gangi fjármálaáætlunin óbreytt í gegn mun það „leiða til samdráttar í þjónustuframboði eða hallarekstrar á Landspítala,“ segir að lokum.

Undir umsögnina skrifa Páll Mattíasson, forstjóri Landspítala, og María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×