Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 10:30 Fá Íslendingar brátt Tesla-umboð hingað til lands? Vísir/Getty Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018 Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018
Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45
Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00