Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. maí 2018 07:00 Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, var hér við minningarathöfn um hermenn sem fórust hér 1943. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er okkur enn mjög mikilvægt og jafnvel mikilvægara nú á síðustu árum,“ segir Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, sem staddur er hér á landi til að minnast fjórtán hermanna sem fórust í flugslysi fyrir 75 árum með sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagradalsfjalli 3 maí 1943. Minnismerki var afhjúpað á slysstaðnum í gær og minningarathöfn haldin í Andrews kvikmyndahúsinu á Keflavíkurvelli. „Þótt slysið sé ekki mjög þekktur atburður í sögunni er þetta söguleg stund, ekki einungis vegna slyssins,“ segir Clark og vísar til þess að Bandaríkjaher kom til að vera með fasta viðveru á Íslandi sama ár og slysið varð. „Með þessari athöfn minnumst við einnig þessa sterka sambands sem ríkin tvö hafa átt undanfarin 75 ár.“Þótt bandaríski herinn hafi farið héðan árið 2006 ver bandaríska ríkið enn miklum fjármunum í innviði og viðhald á keflavíkurvelli enda viðveran alltaf einhver.Rúmur áratugur er frá því að bandaríski herinn fór héðan. Aðspurður segir Clark ekki hafa komið til umræðu milli ríkjanna að herinn snúi aftur til að vera með fasta viðveru hér, en hins vegar sé rætt um takmarkaðri viðveru. „Við í bandaríska hernum höfum þó nokkra viðveru hér vegna loftvarnareftirlitsins og það krefst töluverðra fjárfestinga í innviðum,“ segir Clark og bætir við: „Til marks um mikilvægi Íslands fyrir okkur, þá erum við að verja 14,5 milljónum dollara í innviði á Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“ Clark segir fjárfestingar í innviðum þó ekki eingöngu vegna bandarískrar viðveru heldur hafi önnur NATO-ríki einnig gagn af því enda fari um þúsund flugvélar NATO-ríkja í gegnum Keflavík árlega. „Þannig að við þurfum og viljum hafa flugbrautir og önnur mannvirki í fullkomnu ástandi ef og þegar við þurfum á þeim að halda.“ Clark segir varnarsamvinnu Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki einungis meðal NATO-ríkja heldur einnig meðal ríkja sem standa utan NATO, eins og Finnland og Svíþjóð. „Við erum að byggja upp sameiginleg varnarlið og slíkt krefst flókins undirbúnings og æfinga við mismunandi aðstæður,“ segir Clark, aðspurður um stórar fyrirhugaðar heræfingar í Noregi í haust. Þótt Clark fallist á að spennustigið í NATO sé töluvert hærra en það hefur verið undanfarin ár vill hann lítið tjá sig um mögulegar hættur sem ógnað geta Evrópu og aðspurður um ótta Norðurlandanna og ríkja austar í Evrópu við Rússa segist Clark ekki geta talað fyrir þeirra hönd. „Ég veit hins vegar að þessi ríki eru mjög öflugir þátttakendur í varnarsamstarfinu, en hvort það er drifið af einhverjum ótta eða óróleika þori ég ekki að segja til um,“ segir Clark. Frá Bandaríkjamönnum séð snúist uppbygging varnarsamstarfsins í Evrópu ekki síst um mikilvægi NATO og góða samvinnu. „Það krefst bæði liðsafla og fjárfestinga og tekur tíma. Við hugsum ávallt þannig að við þurfum að vera undirbúin undir það versta en vona það besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira