Erlent

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkin fimmtán sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu einróma ályktun um þrjátíu daga vopnahlé af mannúðarástæðum í Sýrlandi á fundi sínum í kvöld. Vopnahléið á að hefjast „án tafar“.

Rússar hafa legið undir harðri gagnrýni en þeir eru sakaðir um að hafa tafið samþykktina í öryggisráðinu til að veita Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni sínum, skálkaskjól til að halda áfram loftárásum á svæði uppreisnarmanna, að því er kemur fram í frétt Washington Post.

Samstaðan í kvöld er sögð hafa náðst eftir stífar samningaviðræður við Rússa til að sannfæra þá um að beita ekki neitunarvaldi sínu í ráðinu. Rússnesk stjórnvöld hafa áður stöðvað ellefu ályktanir um málefni Sýrlands á þeim vettvangi.

Vopnahléið er jafnframt háð því að Rússar beiti áhrifum sínum til að fá Assad til að virða það. Þá stund á milli stríða á að nýta til að koma neyðargögnum til fórnarlamba loftárásanna.

Eftirlitssamtök hafa fullyrt að fimm hundruð óbreyttir borgarar hafi fallið í Austur-Ghouta síðustu vikuna en þar hafa árásir stjórnarhersins verið ofsafyllstar.


Tengdar fréttir

Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers.

UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi

Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna.

Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi

Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin.

Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni

Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×