Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:08 Bjarni Benediktsson í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn. Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn.
Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira