Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Sylvía Hall skrifar 4. nóvember 2018 16:00 Rústik var til húsa í Hafnarstræti þar sem veitingastaðurinn Uno var áður. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs. Veitingastaðir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Sjá meira
Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.
Veitingastaðir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Sjá meira