„Hnífar, hnífar, hnífar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 21:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira