Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2018 20:15 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00