41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 12:00 Paul Gascoigne gengur stoltur en svekktur af velli. vísir/getty Englendingar elska fótbolta og elska að hata fótboltalandsliðið sitt. Undir lok níunda áratugs síðustu aldar og við upphaf þess tíunda var aftur á móti lítið eftir af ástinni í garð fótboltans vegna óláta sumra enskra fótboltaáhugamanna sem jafnan kallast bullur. Þegar nær dró HM 1990 á Ítalíu var spennan ekki mikil á Englandi fyrir mótinu. Ekki bara vegna þess að lærisveinar Sir Bobby Robsons heitins höfðu ekkert getað á EM tveimur árum áður heldur vegna þess að enska þjóðin var hálfpartinn í uppreisn gegn bullunum Ensk félagslið voru búin að vera í banni í fjögur ár frá Evrópukeppnum eftir Heysel-slysið og toppnum var svo náð þegar hið skelfilega Hillsborough-slys átti sér stað í aprílmánuði 1989. Síðar hefur auðvitað komið í ljós að stuðningsmennirnir báru enga sök í því máli en á þeim tíma var auðvelt að kenna þeim um allt saman. Og það var gert. Hver stríðsfyrirsögnin á eftir annarri sást í enskum blöðum: „Enski sjúkdómurinn,“ var ein og „Enska skömmin,“ var önnur. Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Englands, sagði bullurnar einfaldlega smánarblett á ensku þjóðinni. Ástarsambandinu var að ljúka sumarið 1990 en allt breyttist á einu júlíkvöldi í Tórínó.Skrefin voru þung af vellinum.vísir/gettyPressa en samt ekki Eins og enskra fjölmiðla var von og vísa kölluðu þeir eftir höfði Sir Robby Robson eftir EM 1988 en þeir vildu ekki sjá hann stýra liðinu á HM 1990 á Ítalíu. Enska knattspyrnusambandið ákvað að halda honum fram yfir HM 1900 en lét vita að samningur hans yrði ekki framlengdur eftir mótið. Robson hafði því vaðið fyrir neðan sig og samdi við hollenska stórveldið PSV Eindhoven um að taka við því eftir mótið. Þetta gerði ensku blaðamennina enn reiðari. Þeim fannst þetta móðgun við enska landsliðið á meðan landsliðsmönnunum fannst þetta ekkert meira en sjálfsagt. Þeir elskuðu Robson og vildu allt fyrir hann gera. „Það átti ekki að framlengja samninginn hans þannig hvað átti hann að gera? Þetta var mjög eðlilegt. Hann var á útleið þannig að við vildum ekkert meira en að vinna heimsmeistaratitilinn fyrir hann,“ segir Terry Butcher, fyrrverandi miðvörður enska landsliðsins, í heimildamyndinni The Night That Changed Football. Enska landsliðið fór að vanda með mikla pressu á sér inn í mótið, en samt ekki. Enskir fjölmiðlar vildu hvort sem er losna við Robson og bjuggust ekki við neinum árangri þannig að pressan var kannski minni en nokkru sinni fyrr. Það átti eftir að henta enska landsliðinu mjög vel.Gascoigne fékk gult spjald fyrir tæklingu og hefði misst af úrslitaleiknum.vísir/gettyGerðu það sem að þurfti Enska landsliðið byrjaði ekkert frábærlega í riðlakeppninni. Fyrst gerði það 1-1 jafntefli við Írland og náði svo markalausu jafntefli gegn frábæru liði Hollands sem var ríkjandi Evrópumeistari. Það vann svo Egyptaland, 1-0, og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum. Þrátt fyrir að skora ekki mark í riðlakeppninni var 23 ára gamall Paul Gascoigne besti maður enska liðsins og heilla ekki bara ensku þjóðina heldur heimsbyggðina með töktum sínum. Þarna fór leikmaður sem sýndi tilfinningar og spilaði af ástríðu. England vann Belgíu, 1-0, með marki Davis Platts á 119. mínútu í framlengingu og var komið í átta liða úrslitin. Enska þjóðin fór allt í einu að taka við sér því enska landsliðsins beið Kamerún í átta liða úrslitum. Undanúrslitin voru bara rétt handan hornsins. Leikurinn var geggjaður, einn af þeim betri í sögunni á þeim tíma. Hann fór í framlengingu þar sem að Gary Lineker skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. England var komið í undanúrslitin og þar beið stórveldið Vestur-Þýskaland. Vonarneisti var þó kveiktur hjá enska liðinu og þjóðinni allri.Hjörtun brotin en tárin falleg Þegar að Andreas Brehme skoraði skrautlegt mark fyrir Þjóðverja á 60. mínútu héldu flestir að leik væri lokið. Enska liðið kæmi nú ekki til baka gegn þýska stálinu. Svo var nú aldeilis ekki. Gary Lineker jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok og þriðja leikinn í röð fór England í framlengingu. Ekkert mark var skorað og var ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Verra gat það ekki verið fyrir Englendinga. Stuart Pearce og Chris Waddle brenndu af og draumurinn úti. Leik lokið. England úr leik og liðið tapaði einnig bronsleiknum fyrir Ítalíu. Þrátt fyrir tapið var enska þjóðin stolt af sínum strákum. Það hafði ekki fundið fyrir þessari tilfinningu í nokkur ár. Og hvernig var annað hægt þegar að það sá hversu miklu máli þetta skipti leikmennina og þá sérstaklega Paul Gascoigne sem gat ekki hætt að gráta. „Þú ert búinn að vera einn besti leikmaður mótsins. Þú verður að gleyma þessu. Hafðu ekki áhyggjur. Þú ert búinn að vera stórkostlegur. Þú átt svo mikið eftir. Þetta er bara þitt fyrsta mót. Ekki hafa áhyggjur,“ sagði föðurlegur Sir Bobby Robson við Gascoigne eftir leik. Falleg stund. Enska liðinu var tekið eins og hetjum við heimkomuna og ástarsambandi þjóðarinnar við landsliðið var endurræst.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM Moli dagsins er að hluta byggður á heimildamyndinni The Night That Changed Football sem má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Englendingar elska fótbolta og elska að hata fótboltalandsliðið sitt. Undir lok níunda áratugs síðustu aldar og við upphaf þess tíunda var aftur á móti lítið eftir af ástinni í garð fótboltans vegna óláta sumra enskra fótboltaáhugamanna sem jafnan kallast bullur. Þegar nær dró HM 1990 á Ítalíu var spennan ekki mikil á Englandi fyrir mótinu. Ekki bara vegna þess að lærisveinar Sir Bobby Robsons heitins höfðu ekkert getað á EM tveimur árum áður heldur vegna þess að enska þjóðin var hálfpartinn í uppreisn gegn bullunum Ensk félagslið voru búin að vera í banni í fjögur ár frá Evrópukeppnum eftir Heysel-slysið og toppnum var svo náð þegar hið skelfilega Hillsborough-slys átti sér stað í aprílmánuði 1989. Síðar hefur auðvitað komið í ljós að stuðningsmennirnir báru enga sök í því máli en á þeim tíma var auðvelt að kenna þeim um allt saman. Og það var gert. Hver stríðsfyrirsögnin á eftir annarri sást í enskum blöðum: „Enski sjúkdómurinn,“ var ein og „Enska skömmin,“ var önnur. Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Englands, sagði bullurnar einfaldlega smánarblett á ensku þjóðinni. Ástarsambandinu var að ljúka sumarið 1990 en allt breyttist á einu júlíkvöldi í Tórínó.Skrefin voru þung af vellinum.vísir/gettyPressa en samt ekki Eins og enskra fjölmiðla var von og vísa kölluðu þeir eftir höfði Sir Robby Robson eftir EM 1988 en þeir vildu ekki sjá hann stýra liðinu á HM 1990 á Ítalíu. Enska knattspyrnusambandið ákvað að halda honum fram yfir HM 1900 en lét vita að samningur hans yrði ekki framlengdur eftir mótið. Robson hafði því vaðið fyrir neðan sig og samdi við hollenska stórveldið PSV Eindhoven um að taka við því eftir mótið. Þetta gerði ensku blaðamennina enn reiðari. Þeim fannst þetta móðgun við enska landsliðið á meðan landsliðsmönnunum fannst þetta ekkert meira en sjálfsagt. Þeir elskuðu Robson og vildu allt fyrir hann gera. „Það átti ekki að framlengja samninginn hans þannig hvað átti hann að gera? Þetta var mjög eðlilegt. Hann var á útleið þannig að við vildum ekkert meira en að vinna heimsmeistaratitilinn fyrir hann,“ segir Terry Butcher, fyrrverandi miðvörður enska landsliðsins, í heimildamyndinni The Night That Changed Football. Enska landsliðið fór að vanda með mikla pressu á sér inn í mótið, en samt ekki. Enskir fjölmiðlar vildu hvort sem er losna við Robson og bjuggust ekki við neinum árangri þannig að pressan var kannski minni en nokkru sinni fyrr. Það átti eftir að henta enska landsliðinu mjög vel.Gascoigne fékk gult spjald fyrir tæklingu og hefði misst af úrslitaleiknum.vísir/gettyGerðu það sem að þurfti Enska landsliðið byrjaði ekkert frábærlega í riðlakeppninni. Fyrst gerði það 1-1 jafntefli við Írland og náði svo markalausu jafntefli gegn frábæru liði Hollands sem var ríkjandi Evrópumeistari. Það vann svo Egyptaland, 1-0, og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum. Þrátt fyrir að skora ekki mark í riðlakeppninni var 23 ára gamall Paul Gascoigne besti maður enska liðsins og heilla ekki bara ensku þjóðina heldur heimsbyggðina með töktum sínum. Þarna fór leikmaður sem sýndi tilfinningar og spilaði af ástríðu. England vann Belgíu, 1-0, með marki Davis Platts á 119. mínútu í framlengingu og var komið í átta liða úrslitin. Enska þjóðin fór allt í einu að taka við sér því enska landsliðsins beið Kamerún í átta liða úrslitum. Undanúrslitin voru bara rétt handan hornsins. Leikurinn var geggjaður, einn af þeim betri í sögunni á þeim tíma. Hann fór í framlengingu þar sem að Gary Lineker skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. England var komið í undanúrslitin og þar beið stórveldið Vestur-Þýskaland. Vonarneisti var þó kveiktur hjá enska liðinu og þjóðinni allri.Hjörtun brotin en tárin falleg Þegar að Andreas Brehme skoraði skrautlegt mark fyrir Þjóðverja á 60. mínútu héldu flestir að leik væri lokið. Enska liðið kæmi nú ekki til baka gegn þýska stálinu. Svo var nú aldeilis ekki. Gary Lineker jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok og þriðja leikinn í röð fór England í framlengingu. Ekkert mark var skorað og var ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Verra gat það ekki verið fyrir Englendinga. Stuart Pearce og Chris Waddle brenndu af og draumurinn úti. Leik lokið. England úr leik og liðið tapaði einnig bronsleiknum fyrir Ítalíu. Þrátt fyrir tapið var enska þjóðin stolt af sínum strákum. Það hafði ekki fundið fyrir þessari tilfinningu í nokkur ár. Og hvernig var annað hægt þegar að það sá hversu miklu máli þetta skipti leikmennina og þá sérstaklega Paul Gascoigne sem gat ekki hætt að gráta. „Þú ert búinn að vera einn besti leikmaður mótsins. Þú verður að gleyma þessu. Hafðu ekki áhyggjur. Þú ert búinn að vera stórkostlegur. Þú átt svo mikið eftir. Þetta er bara þitt fyrsta mót. Ekki hafa áhyggjur,“ sagði föðurlegur Sir Bobby Robson við Gascoigne eftir leik. Falleg stund. Enska liðinu var tekið eins og hetjum við heimkomuna og ástarsambandi þjóðarinnar við landsliðið var endurræst.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM Moli dagsins er að hluta byggður á heimildamyndinni The Night That Changed Football sem má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00
42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00