Helena hafði betur gegn Haukum í fyrsta leiknum með Val Anton Ingi Leifsson skrifar 25. nóvember 2018 21:09 Helena er hún skrifaði undir. vísir/vilhelm Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum