Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 18:45 Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira