Fylgistap skiljanleg viðbrögð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2018 19:30 Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið myndi Miðflokkurinn ekki ná manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Flokkurinn mælist þar einungis með rúmlega fjögurra prósenta fylgi samanborið við tæplega 11 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Formaður Miðflokksins segir þetta ekki koma á óvart og túlkar það ekki sem ákall um breytingar. „Ég held að þetta séu eðlileg viðbrögð við umræðunni síðustu daga og mjög skiljanleg viðbrögð," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Þér finnst ekkert ástæða til þess að bregðast við þessu neitt sérstaklega? „Ef ég hefði alltaf brugðist við könnunum þegar þær birtast, sama um hvað þær eru, hefði ég mjög oft lent í mótsögn við sjálfan mig og ekki komist neitt áfram. Maður þarf að líta á hlutina til lengri tíma." Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klausturbar, hefur ákveðið að segja ekki af sér en hafnaði viðtali við fréttastofu um málið í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að kalla þá Sigmund, Gunnar Braga Sveinsson, Guðlaug Þór Þórðarson og Bjarna Benediktsson, á fund vegna umræðna um meintan sendiherrakapal sem heyrast á upptökunni. Guðlaugur sagði í yfirlýsingu í dag að umleitanir sem þessar væru alvanalegar en tók fyrir að Gunnar Bragi ætti inni greiða. Sigmundur segir að Bjarni hafi ekki setið fundinn til að beita þrýstingi heldur til að bera vitni um kosti Gunnars Braga.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.„Hann var ekki að sjá um greiðslu á einhverju loforði. Hann einfaldlega gaf þau skilaboð að Gunnar Bragi væri með mikilvæga reynslu og að hann þekkti hann úr ríkisstjórninni. Það ætti að virða það við hann en ekki neitt annað," segir Sigmundur. Hann segir orðfæri sambærilegt því sem heyrist á Klaustursupptökunum lengi hafa viðhafst á þingi og er tilbúinn til þess að greina ítarlega frá því fyrir siðanefnd sem hefur komið saman vegna málsins. „Fyrst að siðanefnd auglýsir eftir upptökum þá vænti ég þess að hún muni þiggja þær upptökur sem berast af því hvernig þingmenn bera sig í einkasamtölum."Hefur þú heyrt slíkar upptökur? „Já". Þingmenn kannast ekki við orðfærið. „Ég hef aldrei heyrt neitt viðlíka. Hvorki fyrr né síðar," segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. „Ef hann vill meina að hann hafi horft á mörg svona ógeðsleg samtöl, þá má hann bara benda á það fólk sem hefur hagað sér svona, og hætta að ýja endalaust að því og láta okkur öll liggja undir grun með þessu ógeði sínu," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. „Mér er bara hugsað; margur heldur mig sig. Ég held að þetta segi bara meira um Sigmund og fólkið sem hann umkringir sig með. Það er oft þannig að maður heldur að allir séu eins og maður er sjálfur," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég held að í spjalli þingmanna sín á milli séu hlutirnir í allt öðru og miklu betra lagi og alls ekki í neinni líkingu við þetta," segir Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Ef að þetta er algengt held ég að það sé ennþá meiri ástæða til þess að stíga niður fæti jafn harkalega og hefur verið gert og verður vonandi gert til þess að stoppa þetta og uppræta," segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. 5. desember 2018 13:30 Miðflokkurinn næði ekki manni inn Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli. 5. desember 2018 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið myndi Miðflokkurinn ekki ná manni inn á þing ef kosið yrði í dag. Flokkurinn mælist þar einungis með rúmlega fjögurra prósenta fylgi samanborið við tæplega 11 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Formaður Miðflokksins segir þetta ekki koma á óvart og túlkar það ekki sem ákall um breytingar. „Ég held að þetta séu eðlileg viðbrögð við umræðunni síðustu daga og mjög skiljanleg viðbrögð," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Þér finnst ekkert ástæða til þess að bregðast við þessu neitt sérstaklega? „Ef ég hefði alltaf brugðist við könnunum þegar þær birtast, sama um hvað þær eru, hefði ég mjög oft lent í mótsögn við sjálfan mig og ekki komist neitt áfram. Maður þarf að líta á hlutina til lengri tíma." Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klausturbar, hefur ákveðið að segja ekki af sér en hafnaði viðtali við fréttastofu um málið í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að kalla þá Sigmund, Gunnar Braga Sveinsson, Guðlaug Þór Þórðarson og Bjarna Benediktsson, á fund vegna umræðna um meintan sendiherrakapal sem heyrast á upptökunni. Guðlaugur sagði í yfirlýsingu í dag að umleitanir sem þessar væru alvanalegar en tók fyrir að Gunnar Bragi ætti inni greiða. Sigmundur segir að Bjarni hafi ekki setið fundinn til að beita þrýstingi heldur til að bera vitni um kosti Gunnars Braga.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.„Hann var ekki að sjá um greiðslu á einhverju loforði. Hann einfaldlega gaf þau skilaboð að Gunnar Bragi væri með mikilvæga reynslu og að hann þekkti hann úr ríkisstjórninni. Það ætti að virða það við hann en ekki neitt annað," segir Sigmundur. Hann segir orðfæri sambærilegt því sem heyrist á Klaustursupptökunum lengi hafa viðhafst á þingi og er tilbúinn til þess að greina ítarlega frá því fyrir siðanefnd sem hefur komið saman vegna málsins. „Fyrst að siðanefnd auglýsir eftir upptökum þá vænti ég þess að hún muni þiggja þær upptökur sem berast af því hvernig þingmenn bera sig í einkasamtölum."Hefur þú heyrt slíkar upptökur? „Já". Þingmenn kannast ekki við orðfærið. „Ég hef aldrei heyrt neitt viðlíka. Hvorki fyrr né síðar," segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. „Ef hann vill meina að hann hafi horft á mörg svona ógeðsleg samtöl, þá má hann bara benda á það fólk sem hefur hagað sér svona, og hætta að ýja endalaust að því og láta okkur öll liggja undir grun með þessu ógeði sínu," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. „Mér er bara hugsað; margur heldur mig sig. Ég held að þetta segi bara meira um Sigmund og fólkið sem hann umkringir sig með. Það er oft þannig að maður heldur að allir séu eins og maður er sjálfur," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég held að í spjalli þingmanna sín á milli séu hlutirnir í allt öðru og miklu betra lagi og alls ekki í neinni líkingu við þetta," segir Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar. „Ef að þetta er algengt held ég að það sé ennþá meiri ástæða til þess að stíga niður fæti jafn harkalega og hefur verið gert og verður vonandi gert til þess að stoppa þetta og uppræta," segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. 5. desember 2018 13:30 Miðflokkurinn næði ekki manni inn Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli. 5. desember 2018 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45
Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Vinsamlega takið tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um KlausturBARmálið og KlausturBARþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta BAR aftan við Klaustur , enda skal rétt vera rétt“, segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. 5. desember 2018 13:30
Miðflokkurinn næði ekki manni inn Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli. 5. desember 2018 06:00