Innlent

Lagt til að Bubbi fái heiðurslaun listamanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bubbi Morthens er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar.
Bubbi Morthens er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið ársins 2019 vegna heiðurslauna listamanna. Lagt er til að Bubbi Morthens verði einn þeirra sem fái slík laun.

Árlega veitir Alþingi 25 listamönnum heiðurslaun á fjárlögum og nái tillagan fram að ganga kemur Bubbi inn fyrir Þorstein frá Hamri sem lést á árinu.

Í lögum um heiðurslaun listamanna segir að „[þ]eir einir geta notið heiðurslauna sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi.“

Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verði þau 80% af starfslaunum.

Starfslaun listamanna eru 377.402 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2018.


Tengdar fréttir

Aldrei fleiri listamenn á heiðurslaunum

Fjórir listamenn þiggja heiðurslaun í fyrsta skipti en þau eru Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×