Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:20 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. Sólveig greinir frá þessu á Facebook þar sem hún leggur til að framhaldsskólanemarnir prófi að vinna í tíu ár á lágum launum. Sólveig Anna segir að Hazlitt, sem hafi elskað hagfræðingana Ludwig von Mises og Friedrich Hayek, hafi einu sinni reiknað út þann orðafjölda sem hann hafi verið búinn að skrifa. Tíu milljónir orð. „Semsagt; fyrsta flokks Homo Economicus, svo æstur í að reikna út tilveruna að hann nennti að telja öll orðin sín. It takes all kinds, I guess. Hann hataði velferðakerfi og réðst stöðugt á New Deal Roosevelt, af sannri prinsippmennsku; það er betra að láta vesalingana drepast úr atvinnuleysi og hungri en að leyfa ríkinu að redda einhverju eftir að kapítalistar eru búnir að rústa samfélaginu. Því hvernig öðruvísi á vinnuaflið að læra að hegða sér ef við sameinumst ekki í að pína það og kremja?“ segir Sólveig Anna. Hún segir hina frjálslyndu framhalsskólanema væntanlega verða hina nýju „overloards“, innblásna af mennskum reiknivélum og æstir í að kenna vinnandi fólki landsins nýjar og betri lexíur, alveg mega halda áfram að færa henni gjafir í vinnuna. „En ég (í anda jólanna?) er að pæla í að færa þeim þessa uppástungu, með kveðju; Prófiði að vinna í 10 ár sem láglaunakona á íslenskum útsölu-vinnumarkaði, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í tveimur vinnum til að geta borgað húsaleigina, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í þremur vinnum til að geta tryggt afkvæmum sínum öruggt þak yfir höfuðið, prófiði að skoða launaseðla fólks sem lendir í klónum á gróðasjúkum kapítalistum, prófiði að tala við fólk sem hefur unnið alla æfi og getur ekki hætt, þrátt fyrir að vera orðið sjötugt, vegna eigna og allsleysis, prófiði að lifa og starfa sem verka og láglaunamanneskjur og þegar þið eruð búnir að prófa það; tja, þá getum við kannski rætt um frelsið í sínum víðasta skilningi.“ Rataði bókin beint í ruslið eins og sjá má að neðan. Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. Sólveig greinir frá þessu á Facebook þar sem hún leggur til að framhaldsskólanemarnir prófi að vinna í tíu ár á lágum launum. Sólveig Anna segir að Hazlitt, sem hafi elskað hagfræðingana Ludwig von Mises og Friedrich Hayek, hafi einu sinni reiknað út þann orðafjölda sem hann hafi verið búinn að skrifa. Tíu milljónir orð. „Semsagt; fyrsta flokks Homo Economicus, svo æstur í að reikna út tilveruna að hann nennti að telja öll orðin sín. It takes all kinds, I guess. Hann hataði velferðakerfi og réðst stöðugt á New Deal Roosevelt, af sannri prinsippmennsku; það er betra að láta vesalingana drepast úr atvinnuleysi og hungri en að leyfa ríkinu að redda einhverju eftir að kapítalistar eru búnir að rústa samfélaginu. Því hvernig öðruvísi á vinnuaflið að læra að hegða sér ef við sameinumst ekki í að pína það og kremja?“ segir Sólveig Anna. Hún segir hina frjálslyndu framhalsskólanema væntanlega verða hina nýju „overloards“, innblásna af mennskum reiknivélum og æstir í að kenna vinnandi fólki landsins nýjar og betri lexíur, alveg mega halda áfram að færa henni gjafir í vinnuna. „En ég (í anda jólanna?) er að pæla í að færa þeim þessa uppástungu, með kveðju; Prófiði að vinna í 10 ár sem láglaunakona á íslenskum útsölu-vinnumarkaði, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í tveimur vinnum til að geta borgað húsaleigina, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í þremur vinnum til að geta tryggt afkvæmum sínum öruggt þak yfir höfuðið, prófiði að skoða launaseðla fólks sem lendir í klónum á gróðasjúkum kapítalistum, prófiði að tala við fólk sem hefur unnið alla æfi og getur ekki hætt, þrátt fyrir að vera orðið sjötugt, vegna eigna og allsleysis, prófiði að lifa og starfa sem verka og láglaunamanneskjur og þegar þið eruð búnir að prófa það; tja, þá getum við kannski rætt um frelsið í sínum víðasta skilningi.“ Rataði bókin beint í ruslið eins og sjá má að neðan.
Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira