TMZ segir frá því að Strauss hafi andast í gær. „Þann 2. október fékk ég þá greiningu að ég væri með brjóstakrabbamein, sem hafi dreifst um líkamann og er ólæknandi,“ sagði Strauss í færslu á Facebook fyrir nokkru. Fékk hún þau skilaboð frá læknum að hún hefði einungis nokkra mánuði ólifaða.
Strauss hóf geislameðferð en ákvað að ljúka henni og í lok október var hún flutt á líknardeild.
Hún sló í gegn í áttundu þáttaröð America‘s Next Top Model, veturinn 2007 til 2008, og hafnaði þar í sjötta sæti. Eftir þátttöku sína í þáttunum hafnaði hún í mikilli fíkniefnaneyslu en sneri við blaðinu eftir að hafa verið gestur í þætti Dr. Phil. Þar greindi hún opinberlega frá misnotkun sinni og tókst að segja skilið við fíkniefnin með aðstoð fjölskyldu og vina.
Pink. I’m 34 now. Still pink. #neverland #foreveryoungView this post on Instagram
A post shared by Jael Strauss (@eureka.secrets) on Jul 3, 2018 at 9:29pm PDT