Miðflokkurinn næði ekki manni inn Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. desember 2018 06:00 Frá þingi eftir að fjallað var um upptökur af Klaustri. - Fréttablaðið/Anton Brink Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14
Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09