Innlent

400 klukkustundir af viðtölum við homma og lesbíur á netinu

Sighvatur Jónsson skrifar
Um fjögur hundruð klukkustundir af viðtölum við homma og lesbíur verða aðgengileg á vefnum svonafolk.is sem verður opnaður í kvöld. Efnið er aukaefni heimildarmyndar um jaðarsögu homma og lesbía á Íslandi sem inniheldur viðtöl frá árinu 1992.

Í kvöld frumsýnir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona fyrri hluta heimildarmyndarinnar „Svona fólk“. Efniviðurinn er réttindabarátta homma og lesbía á Íslandi.

Hrafnhildur tók fyrsta viðtalið fyrir 26 árum. Afrakstur undanfarinna áratuga eru 400 klukkustundir af efni. Um 300 mínútur eru notaðar í heimildarmyndinni og sjónvarpsþáttum sem verða sýndir í framhaldi. Myndefnið nær aftur til áttunda áratugar síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×