H&M leggur Cheap Monday niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 10:24 Cheap Monday hefur sérhæft sig í hvers kyns fötum úr gallaefni. H&M H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni. H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni.
H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47
Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30