Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2018 14:39 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira