Íslenski boltinn

Annar sigur Leiknis og dramatík fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar skoraði jöfnunarmark HK.
Brynjar skoraði jöfnunarmark HK. vísir/eyþór
Leiknir Reykjavík vann sinn annan sigur í Inkasso-deild karla er liðið vann 3-1 sigur á Magna í dag. Þór og HK skildu svo jöfn fyrir norðan, 2-2.

Leiknir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Liðið var 3-0 yfir í hálfleik eftir að Sólon Breki Leifsson skoraði tvö fyrstu mörkin og strákurinn ungi, Sævar Atli Magnússon, bætti við því þriðja.

Magnamenn náðu aðeins að klóra í bakkann í síðari hálfleik. Agnar Darri Sverrisson minnkaði muninn á 55. mínútu en nær komust þeir ekki og lokatölur 3-1.

Leiknir er í tíunda sæti með sex stig en Magni er á botninum með þrjú stig. Liðið hefur unnið einn leik af fyrstu sex leikjum sínum í Inkasso.

Fyrir norðan var fjörugur leikur. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir af vítapunktinum eftir stundarfjórðung en Alvaro Montejo Calleja jafnaði fyrir hlé.

Jónas Björgvin Sigurbergsson kom svo Þór yfir á 75. mínútu en sex mínútum síðar jafnaði Brynjar Jónasson. Áður en yfir lauk klúðraði Ármann Pétur Ævarsson víti og Sveinn Elías Jónsson fékk rautt.

Lokatölur þó 2-2. HK er með fjórtán stig í öðru sætinu en í þriðja sætinu eru Þórsarar með ellefu stig. Skagamenn eru efstir með sextán.

Markaskorarar og úrslit eru fengin frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×