Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2018 14:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Kanada í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30