Stór orð hafa síðustu daga fallið í umræðu um óvænta fjörutíu prósenta íbúafjölgun í hreppnum þar sem andstæðingar áforma um virkjun Hvalár eru sagðir með skipulögðum hætti hafa reynt að taka yfir sveitarfélagið.
Það var þann 4. maí, fyrir tveimur vikum, sem starfsmenn Þjóðskrár urðu varir við óeðlilega miklar lögheimilisskráningar inn í Árneshrepp og því var ákveðið að hefja rannsókn. Athygli vakti að margir höfðu skráð sig á eyðibýlin Dranga og Seljanes, og það án vitundar landeiganda. Mál samtals átján einstaklinga voru tekin til skoðunar og nú liggur fyrir niðurstaða í tólf málum.

Engin þessara tólf lögheimilisskráninga náði þannig í gegn sem lögleg skráning í Árneshreppi.
„Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“
-En voru þetta málamyndaskráningar að mati Þjóðskrár?
„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsetu á þessum stað,” svarar Ástríður.

„Ég get ekki svarað því. Það er ekki okkar hlutverk að taka ákvörðun um það.”
Enn er ólokið rannsókn mála sex einstaklinga.
„Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni,” segir Ástríður.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: