Trump reynir að lægja öldurnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr. Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim. „Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr. Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim. „Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00