Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá íslenska ríkinu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir við Fréttablaðið að hluti fjárhæðarinnar hafi verið tekjufærður vegna meðal annars kostnaðar við málið. Hluti hafi síðan verið nýttur til þess að lækka verð til viðskiptavina á þeim vörum sem félagið hafði greitt toll af. Upphæðin sem um ræði hafi hins vegar haft óveruleg áhrif á uppgjör félagsins fyrir síðasta rekstrarfjórðung. Félagið hafði heitið því að skila þeim fjármunum sem það fær endurgreidda vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins til viðskiptavina í gegnum lægra vöruverð. Sem dæmi skiluðu Bónus og Hagkaup um 175 milljónum króna af ólögmætum gjöldum ríkisins til viðskiptavina í formi niðurgreiðslu á innfluttum kjúklingi og nautalundum á rekstrarárinu 2016 til 2017 eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald ríkisins færi í bága við lög.Sjá einnig: Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald Ekki hafa fengist upplýsingar um hve há fjárhæð af þeim 157 milljónum, auk vaxta, sem héraðsdómur dæmdi í nóvember ríkið til þess að endurgreiða Högum, hafi verið notuð til þess að lækka vöruverð. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að útboðsgjaldið sem ríkið innheimtir fyrir heimildir til þess að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum væri ólögmætt. Var ríkinu gert að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum, Sælkeradreifingunni, Innnesi og Högum, samtals um 355 milljónir króna í oftekin gjöld. Dómnum var ekki áfrýjað. Framlegð Haga nam 4.925 milljónum króna á síðasta rekstrarfjórðungi, frá desember 2017 til febrúar 2018, og var framlegðarhlutfallið 24,9 prósent borið saman við 24,6 prósent á sama tíma á fyrra rekstrarári. Var framlegðarhlutfallið umtalsvert hærra en greinendur höfðu spáð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðsnúningur hjá Högum Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. 17. maí 2018 08:00 Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. 14. nóvember 2017 15:23 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir við Fréttablaðið að hluti fjárhæðarinnar hafi verið tekjufærður vegna meðal annars kostnaðar við málið. Hluti hafi síðan verið nýttur til þess að lækka verð til viðskiptavina á þeim vörum sem félagið hafði greitt toll af. Upphæðin sem um ræði hafi hins vegar haft óveruleg áhrif á uppgjör félagsins fyrir síðasta rekstrarfjórðung. Félagið hafði heitið því að skila þeim fjármunum sem það fær endurgreidda vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins til viðskiptavina í gegnum lægra vöruverð. Sem dæmi skiluðu Bónus og Hagkaup um 175 milljónum króna af ólögmætum gjöldum ríkisins til viðskiptavina í formi niðurgreiðslu á innfluttum kjúklingi og nautalundum á rekstrarárinu 2016 til 2017 eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald ríkisins færi í bága við lög.Sjá einnig: Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald Ekki hafa fengist upplýsingar um hve há fjárhæð af þeim 157 milljónum, auk vaxta, sem héraðsdómur dæmdi í nóvember ríkið til þess að endurgreiða Högum, hafi verið notuð til þess að lækka vöruverð. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að útboðsgjaldið sem ríkið innheimtir fyrir heimildir til þess að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum væri ólögmætt. Var ríkinu gert að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum, Sælkeradreifingunni, Innnesi og Högum, samtals um 355 milljónir króna í oftekin gjöld. Dómnum var ekki áfrýjað. Framlegð Haga nam 4.925 milljónum króna á síðasta rekstrarfjórðungi, frá desember 2017 til febrúar 2018, og var framlegðarhlutfallið 24,9 prósent borið saman við 24,6 prósent á sama tíma á fyrra rekstrarári. Var framlegðarhlutfallið umtalsvert hærra en greinendur höfðu spáð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðsnúningur hjá Högum Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. 17. maí 2018 08:00 Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. 14. nóvember 2017 15:23 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Viðsnúningur hjá Högum Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. 17. maí 2018 08:00
Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. 14. nóvember 2017 15:23