Bill Murray í átökum við ljósmyndara Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 20:34 Vísir/Getty Leikarinn og grínistinn Bill Murray lenti í átökum við ljósmyndara á veitingastað í Martha‘s Vineyard á miðvikudaginn. Ljósmyndarinn Peter Simon, sem er 71 árs gamall, segist hafa verið á veitingastaðnum til að taka myndir af hljómsveit sem var að spila þar, fyrir héraðsblað. Simon segir Murray hafa ráðist á sig og sakað sig um að taka myndir af sér. Murray sagði lögregluþjónum að Simon hefði áreitt sig og tekið myndir af sér. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar, sem Boston Globe kom höndum yfir, var Murray verulega reiður. Simon sagði á móti að hann hefði ekki tekið eina mynd af Murray. Hann væri ekki svokallaður „Paparazzi“ heldur hefði hann verið þarna til að taka myndir af hljómsveitinni og staðfesti ritstjóri blaðsins það við Boston Globe.Simon segist hafa verið á dansgólfinu að taka myndir af hljómsveitinni og þaðan hafi hann farið í útskot til að skoða myndirnar. Hann segir Murray hafa gripið í sig að aftan og ýtt sér harkalega á vegg. Þá hafi Murray litið út fyrir að ætla að kyrkja Simon. Hann segist ekki hafa áttað sig á því að um Murray væri að ræða fyrr en nokkru seinna. Þá segir Simon að eftir atvikið hefði Murray helt vatni yfir sig og myndavélina sem hann var með. Katherine Domitrovich, eigandi veitingastaðarins, segir Simon ekki hafa haft leyfi til að taka myndir þar inni og að hann hefði verið „pirrandi“. Simon segir það vera rangt. Meðlimir hljómsveitarinnar hefðu boðið honum að taka myndir. Domitrovich segir þó að Simon sé hér eftir óvelkominn á veitingastaðnum. Hann segist vera að velta fyrir sér að kæra Murray. Í minnsta falli hefur hann farið fram á afsökunarbeiðni frá bæði Murray og Domitrovich. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Bill Murray lenti í átökum við ljósmyndara á veitingastað í Martha‘s Vineyard á miðvikudaginn. Ljósmyndarinn Peter Simon, sem er 71 árs gamall, segist hafa verið á veitingastaðnum til að taka myndir af hljómsveit sem var að spila þar, fyrir héraðsblað. Simon segir Murray hafa ráðist á sig og sakað sig um að taka myndir af sér. Murray sagði lögregluþjónum að Simon hefði áreitt sig og tekið myndir af sér. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar, sem Boston Globe kom höndum yfir, var Murray verulega reiður. Simon sagði á móti að hann hefði ekki tekið eina mynd af Murray. Hann væri ekki svokallaður „Paparazzi“ heldur hefði hann verið þarna til að taka myndir af hljómsveitinni og staðfesti ritstjóri blaðsins það við Boston Globe.Simon segist hafa verið á dansgólfinu að taka myndir af hljómsveitinni og þaðan hafi hann farið í útskot til að skoða myndirnar. Hann segir Murray hafa gripið í sig að aftan og ýtt sér harkalega á vegg. Þá hafi Murray litið út fyrir að ætla að kyrkja Simon. Hann segist ekki hafa áttað sig á því að um Murray væri að ræða fyrr en nokkru seinna. Þá segir Simon að eftir atvikið hefði Murray helt vatni yfir sig og myndavélina sem hann var með. Katherine Domitrovich, eigandi veitingastaðarins, segir Simon ekki hafa haft leyfi til að taka myndir þar inni og að hann hefði verið „pirrandi“. Simon segir það vera rangt. Meðlimir hljómsveitarinnar hefðu boðið honum að taka myndir. Domitrovich segir þó að Simon sé hér eftir óvelkominn á veitingastaðnum. Hann segist vera að velta fyrir sér að kæra Murray. Í minnsta falli hefur hann farið fram á afsökunarbeiðni frá bæði Murray og Domitrovich.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira