Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 15:14 Trump hefur þótt ganga hart fram gegn hefðbundnum bandamönnum Bandaríkjanna á sama tíma og hann hefur lofað harðstjóra eins og Kim Jong-un og Vladimír Pútín. Embættismenn hans vildu forðast að hann hleypti NATO-fundi í júlí í bál og brand líkt og hann gerði á G7-fundi í júní. Vísir/EPA Háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta lögðu hart að sendiherrum Evrópuþjóða hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) að flýta frágangi samkomulags um stefnu bandalagsins til að koma í veg fyrir að Trump kollvarpaði því á leiðtogafundi í síðasta mánuði.New York Times greinir frá því sem gekk á bak við tjöldin í aðdraganda NATO-fundarins í júlí. Bandarískir embættismenn reru þá öllum árum að því að sagan frá G7-fundinum í Kanada þar sem Trump setti allt í háaloft endurtæki sig ekki. Frétt blaðsins byggist á frásögnum bandarískra og evrópskra embættismanna sem vildu ekki koma fram undir nafni til að styggja ekki Hvíta húsið. Á G7-fundinum í Kanada neitaði Trump að ljá nafn sitt sameiginlegri yfirlýsingu fundarins auk þess sem hann tróð illsakir við Justin Trudeau, forsætisráðherra gestgjafanna, í júní. Bandarískir embættismenn virðast hafa óttast að Trump gæti leikið sama leik á NATO-fundinum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, eru sagðir á meðal þeirra sem vildu koma í veg fyrir að NATO-fundurinn leystist upp á sama hátt á G7-fundurinn gerði vegna hegðunar Trump. Að undirlagi Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, þrýstu bandarískir embættismenn því á fulltrúa Evrópuríkja hjá NATO að ganga frá sameiginlegri stefnuyfirlýsingu áður en fundurinn hæfist. Yfirleitt hafa aðildarríkin þrætt um nákvæmt orðalag slíkra yfirlýsinga allt fram á síðustu stundu á fundum sem þessum. Í kjölfarið brýndi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fyrir sendiherrum aðildarríkjanna að þeir yrðu að leggja hefðbundnar þrætur sínar um orðalag yfirlýsingarinnar til hliðar að þessu sinni. Á það féllust þeir.Efaðist um hvers vegna Bandaríkin ættu að verja Svartfjallaland Í yfirlýsingunni var meðal annars kveðið á um formlegt boð til Makedóníu um að ganga í NATO í trássi við vilja Rússa og nýja stjórnstöð fyrir Atlantshaf í Bandaríkjunum sem gæti stýrt snöggum viðbrögðum við óvæntum átökum í Evrópu, til dæmis stríði Rússa gegn einu bandalagsríkjanna. Þýðingarmesti hluti yfirlýsingarinnar fjallaði þó um að ríkin myndu byggja upp heri sína til þess að hafa hersveitir sem gætu verið tilbúið innan þrjátíu daga til að bregðast hratt við árás á aðildarríki fyrir árið 2020. Heimildarmenn blaðsins segja yfirlýsinguna eina þá efnismestu sem bandalagið hefur samþykkt á síðustu árum. Trump forseti fékk svo aðeins að sjá almenna lýsingu á fundinum en ekki yfirlýsingu hans í heild sinni sem taldi 79 málsgreinar á 23 blaðsíðum. Heimildarmenn New York Times segja að yfirlýsingin hafi gefið bandarískum þjóðaröryggisembættismönnum kost á að fullyrða að Bandaríkin standi fast að baki bandamanna sinna í Evrópu hvað sem hótunum og tístum forsetans líður. Ekki virtist vanþörf á því að á NATO-fundinum gerði Trump að því skóna að hann gæti dregið Bandaríkin út úr bandalaginu ef aðildarríki yrðu ekki við kröfum hans um aukin hernaðarútgjöld. Viku eftir fundinn lýsti forsetinn efasemdum um hvers vegna Bandaríkin ættu að koma aðildarríkjum NATO eins og Svartfjallalandi til varnar í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. Stirt er á milli Svartfellinga og Rússa. Í kjölfarið vísuðu embættismenn ríkisstjórnar hans til stefnuyfirlýsingar NATO-fundarins um að Bandaríkin héldu áfram að standa við skuldbindingar sínar gagnvart bandamönnum sínum. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44 NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Makedóníu boðin innganga í NATO Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í gær að hefja formlegar viðræður við Makedóníu um inngöngu ríkisins í hernaðarbandalagið. 12. júlí 2018 06:00 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta lögðu hart að sendiherrum Evrópuþjóða hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) að flýta frágangi samkomulags um stefnu bandalagsins til að koma í veg fyrir að Trump kollvarpaði því á leiðtogafundi í síðasta mánuði.New York Times greinir frá því sem gekk á bak við tjöldin í aðdraganda NATO-fundarins í júlí. Bandarískir embættismenn reru þá öllum árum að því að sagan frá G7-fundinum í Kanada þar sem Trump setti allt í háaloft endurtæki sig ekki. Frétt blaðsins byggist á frásögnum bandarískra og evrópskra embættismanna sem vildu ekki koma fram undir nafni til að styggja ekki Hvíta húsið. Á G7-fundinum í Kanada neitaði Trump að ljá nafn sitt sameiginlegri yfirlýsingu fundarins auk þess sem hann tróð illsakir við Justin Trudeau, forsætisráðherra gestgjafanna, í júní. Bandarískir embættismenn virðast hafa óttast að Trump gæti leikið sama leik á NATO-fundinum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, eru sagðir á meðal þeirra sem vildu koma í veg fyrir að NATO-fundurinn leystist upp á sama hátt á G7-fundurinn gerði vegna hegðunar Trump. Að undirlagi Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, þrýstu bandarískir embættismenn því á fulltrúa Evrópuríkja hjá NATO að ganga frá sameiginlegri stefnuyfirlýsingu áður en fundurinn hæfist. Yfirleitt hafa aðildarríkin þrætt um nákvæmt orðalag slíkra yfirlýsinga allt fram á síðustu stundu á fundum sem þessum. Í kjölfarið brýndi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fyrir sendiherrum aðildarríkjanna að þeir yrðu að leggja hefðbundnar þrætur sínar um orðalag yfirlýsingarinnar til hliðar að þessu sinni. Á það féllust þeir.Efaðist um hvers vegna Bandaríkin ættu að verja Svartfjallaland Í yfirlýsingunni var meðal annars kveðið á um formlegt boð til Makedóníu um að ganga í NATO í trássi við vilja Rússa og nýja stjórnstöð fyrir Atlantshaf í Bandaríkjunum sem gæti stýrt snöggum viðbrögðum við óvæntum átökum í Evrópu, til dæmis stríði Rússa gegn einu bandalagsríkjanna. Þýðingarmesti hluti yfirlýsingarinnar fjallaði þó um að ríkin myndu byggja upp heri sína til þess að hafa hersveitir sem gætu verið tilbúið innan þrjátíu daga til að bregðast hratt við árás á aðildarríki fyrir árið 2020. Heimildarmenn blaðsins segja yfirlýsinguna eina þá efnismestu sem bandalagið hefur samþykkt á síðustu árum. Trump forseti fékk svo aðeins að sjá almenna lýsingu á fundinum en ekki yfirlýsingu hans í heild sinni sem taldi 79 málsgreinar á 23 blaðsíðum. Heimildarmenn New York Times segja að yfirlýsingin hafi gefið bandarískum þjóðaröryggisembættismönnum kost á að fullyrða að Bandaríkin standi fast að baki bandamanna sinna í Evrópu hvað sem hótunum og tístum forsetans líður. Ekki virtist vanþörf á því að á NATO-fundinum gerði Trump að því skóna að hann gæti dregið Bandaríkin út úr bandalaginu ef aðildarríki yrðu ekki við kröfum hans um aukin hernaðarútgjöld. Viku eftir fundinn lýsti forsetinn efasemdum um hvers vegna Bandaríkin ættu að koma aðildarríkjum NATO eins og Svartfjallalandi til varnar í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. Stirt er á milli Svartfellinga og Rússa. Í kjölfarið vísuðu embættismenn ríkisstjórnar hans til stefnuyfirlýsingar NATO-fundarins um að Bandaríkin héldu áfram að standa við skuldbindingar sínar gagnvart bandamönnum sínum.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44 NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Makedóníu boðin innganga í NATO Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í gær að hefja formlegar viðræður við Makedóníu um inngöngu ríkisins í hernaðarbandalagið. 12. júlí 2018 06:00 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44
NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03
Makedóníu boðin innganga í NATO Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í gær að hefja formlegar viðræður við Makedóníu um inngöngu ríkisins í hernaðarbandalagið. 12. júlí 2018 06:00
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49