Axel og Birgir Leifur í undanúrslit eftir þriðja sigurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 13:57 Birgir Leifur og Axel eru óstöðvandi í Skotlandi Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018 Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira