Sjáðu stökkin sem komu Valgarði í úrslit á EM í fimleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Valgarð Reinhardsson. Vísir/Getty Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100 Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Sjá meira
Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100
Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Sjá meira