Sjáðu stökkin sem komu Valgarði í úrslit á EM í fimleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Valgarð Reinhardsson. Vísir/Getty Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100 Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100
Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira