Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 19:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira