Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:15 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar Ljósmynd/aðsend Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. Frumvarpið, sem nú hefur verið dreift til þingmanna, felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig er lagt til að gjaldendum sem greiða niður námslán sín verði heimilaður frádráttur frá tekjuskattsstofni að sömu upphæð, en þó að hámarki upp á eina milljón króna á ári. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, er aðalflutningsmaður frumvarpsins. „Þetta er breyting sem við teljum til þess fallna að auðvelda þeim sem eru að snúa inn á vinnumarkaðinn að námi loknu að koma sér fyrir í samfélaginu og stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, en sömuleiðis að auka bæði svigrúm og hvata fólks til að greiða niður námslánin sín hraðar en ella og auka þannig fjárstreymi til LÍN,“ segir Sigríður María.Tekjuávinningur af háskólamenntun hér á landi með því lægsta í heiminum Þannig hafa slæmar endurheimtur námslána lengi verið vandamál hjá LÍN, en með frumvarpinu vonast þingmennirnir til að sjóðurinn þurfi í minna mæli að reiða sig á framlög frá ríkinu og geti að sama skapi þjónustað núverandi námsmenn betur. Aðspurð hvort hún telji eðlilegt að lántakar fái skattaafslátt fyrir það eitt að endurgreiða lánið sitt bendir Sigríður María á að námslán hafi ákveðna sérstöðu m.v. önnur, auk þess sem huga þurfi að þeim samfélagslega ávinningi sem hlýst af menntun, sem þó skili sér oft í alltof litlum mæli í hærri launum. „Raunar þá er tekjuávinningur háskólanáms á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Margar þeirra stétta sem við sem samfélag höfum hvað mesta þjóðfélagslega þörf fyrir, stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara og svo mætti lengi telja, þetta eru stéttir sem gera kröfu um langt og kostnaðarsamt háskólanám sem endurspeglast að mjög litlu leyti í tekjum þeirra að námi loknu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að með tillögunum sé tekjulægri hópum veitt svigrúm til að greiða lán sín niður hraðar en ella, og draga þannig úr ýmsum aukakostnaði. „Þrátt fyrir að t.d. tekjutengdar afborganir séu mjög mikilvægt jöfnunartæki hafa þær þau áhrif að lánstími tekjulægri stétta lengist, sem síðan leiðir til verulega hærri fjármagnsgjalda.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira