Tiger heldur enn í vonina Einar Sigurvinsson skrifar 18. mars 2018 09:45 Tiger Woods. vísir/getty „Ég á enn möguleika ef ég spila mjög, mjög góðan hring á morgun. Það gæti gefið mér möguleika á stela óvæntum sigri,“ sagði Tiger Woods að loknum þriðja keppnishring Arnold Palmer boðsmótsins sem fer fram á Bay Hill í Flórída. Mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni. Tiger Woods lék hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er sjö höggum á eftir Svíanum Henrik Stenson sem er 12 höggum undir pari að loknum þremur hringjum. Stenson lék hringinn á einu höggi undir pari þrátt fyrir að fá þrjá skolla. Einu höggi á eftir Stenson er hinn 24 ára gamli Bryson DeChambeau en hann lék hringinn á pari. Næstur á eftir honum er goðsögnin Rory McIlroy sem er 10 undir pari eftir þrjá hringi. McIlroy spilaði frábært golf í gær og fór þriðja hringinn fimm höggum undir pari. „Ég byrjaði daginn rétt fyrir neðan tíu efstu sætin og vildi að minnsta kosti eiga möguleika fyrir morgundaginn, svo þetta var frábær dagur. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði McIlroy í lok dagsins. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 16:30. Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Ég á enn möguleika ef ég spila mjög, mjög góðan hring á morgun. Það gæti gefið mér möguleika á stela óvæntum sigri,“ sagði Tiger Woods að loknum þriðja keppnishring Arnold Palmer boðsmótsins sem fer fram á Bay Hill í Flórída. Mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni. Tiger Woods lék hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er sjö höggum á eftir Svíanum Henrik Stenson sem er 12 höggum undir pari að loknum þremur hringjum. Stenson lék hringinn á einu höggi undir pari þrátt fyrir að fá þrjá skolla. Einu höggi á eftir Stenson er hinn 24 ára gamli Bryson DeChambeau en hann lék hringinn á pari. Næstur á eftir honum er goðsögnin Rory McIlroy sem er 10 undir pari eftir þrjá hringi. McIlroy spilaði frábært golf í gær og fór þriðja hringinn fimm höggum undir pari. „Ég byrjaði daginn rétt fyrir neðan tíu efstu sætin og vildi að minnsta kosti eiga möguleika fyrir morgundaginn, svo þetta var frábær dagur. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði McIlroy í lok dagsins. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 16:30.
Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira