Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins WOW air þar sem Icelandair telur ólíklegt að fyrirvarar sem gerðir voru við kaupsamning um félagið verði uppfylltir í tæka tíð. Viðskipti með hlutabréf Icelandair voru stöðvuð tímabundið vegna málsins í dag. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum við formann félags skólastjórnenda í Reykjavík sem segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem gengur nú yfir.

Þingmaður Pírata segir það verði að vera skýrara hver beri ábyrgð á því að lögum um réttindi barna sé framfylgt þegar barn verður fyrir grófu einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum.

Við ræðum við foreldra sex mánaða stúlku sem er þriðji Íslendingurinn sem greinst hefur með sjaldgæfan beinasjúkdóm. Sjúkdómurinn veldur því að beinin stækka ekki eðlilega og brotna gjarnan. Hún þarf að fara í beinmergsskipti í Svíþjóð á næstunni og við tekur margra ára endurhæfing.

Við tökum einnig á móti kokkalandsliðinu sem kom til Íslands í dag eftir sigurgöngu á heimsmeistaramótinu í matreiðslu og kíkjum á forrystusauðinn Pútín, Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×