„Lagðist bara í sófann og fór að gráta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. október 2018 16:15 „Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira