Hetja í Þelamörk látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 15:21 Þýskur hermaður í Osló í síðari heimsstyrjöldinni. Nasistar hernámu Noreg árið 1940 og héldu til stríðsloka árið 1945. Vísir/Getty Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann. Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann.
Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira