Innlent

Beint útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Það séu ríki og sveitarfélög sem greiði ómannsæmandi laun. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við sérfræðing í netöryggi sem segir gríðarlega aukningu hafa orðið á svikatölvupóstum á íslensku. Ein helsta ástæðan sé að þýðingarforrit á netinu séu orðin mjög góð.

Gatnagerð og undirbúningsvinna við nýjan Landspítala er að fullu hafin og verður gömlu Hringbrautinni, sem liggur í gegnum framkvæmdasvæðið, lokað í janúar. Til þess að takmarka hávaða er nú sprengt á föstum tímum í stað þess að nota brothamar. Við skoðum stöðu framkvæmdanna.

Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á aðstoð við að laga gömul raftæki. Við ræðum við talsmann Restart Ísland sem segir það vera umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim.

Þrátt fyrir að enn sé mánuður í aðfangadag eru borgarbúar nú þegar farnir að undirbúa jólin. Jólatré, jólatónleikar og gríðarstór jólaköttur eru meðal þess sem urðu á vegi fréttastofunnar í höfuðborginni í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×