Kaflaskiptur dagur hjá Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heltist úr lestinni í dag og á nær engan möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna nema hún eigi framúrskarandi dag á morgun. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira