Norðurál sýknað af kröfum um um ábyrgð á heilsuleysi hrossa Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. júlí 2018 09:00 Ál. Vísir/Vilhelm Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Norðurál Grundartanga af kröfum hrossabóndans á Kúludalsá, Ragnheiðar Jónu Þorgrímsdóttur, sem barist hefur í mörg ár fyrir því að tengsl flúormengunar frá álverinu og veikinda hrossa hennar verði viðurkennd. Í málinu gerði Ragnheiður miskabótakröfu upp á 21 milljón króna og krafðist auk þess viðurkenningar á skaðabótaskyldu álversins vegna veikinda hrossa hennar og hrossadauða í kjölfar mengunar frá verksmiðjunni. Ragnheiður, sem annast hefur um hross frá barnsaldri og borið ábyrgð á hrossahaldi áratugum saman, heldur því fram að heilsa hrossa á bænum hafi ávallt verið ágæt og óþekkt að hross veiktust. Þetta hafi gjörbreyst eftir atvik sem varð í álverinu árið 2006 og olli því að styrkur flúors í grasi fór upp fyrir viðurkennd þolmörk grasbíta. Í málinu var deilt um hvort flúor sem fer út í andrúmsloftið við álbrennsluna valdi þeim veikindum sem hrjáð hafa hross Ragnheiðar. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar tveggja dýralækna annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá tilraunastöðinni á Keldum, sem skoðuðu 21 hross frá Kúludalsá árið 2011, bar meirihluti hrossanna einkenni heilkennisins Equine metabolic syndrome (EMS) sem í dóminum er lýst sem eins konar lífsstílssjúkdómi í hrossahaldi ekki ósvipuðum sykursýki 2 í mönnum þar sem ofát, spiksöfnun og hreyfingarleysi valda efnaskiptatruflunum með alvarlegum afleiðingum. Í annarri rannsókn, einnig framkvæmdri að beiðni ráðuneytisins, komust Jakob Kristinsson, fyrrverandi prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, og Sigurður Sigurðarson dýralæknir hins vegar að þeirri niðurstöðu að bein úr hrossum frá Kúludalsá sýndu ótvírætt að flúormengun á bænum væri mikil og styrkur flúoríðs í beinasýnum um það bil fjórfaldur á við það sem finnst í hrossum á ómenguðum svæðum. Niðurstaða þeirra er sú að það sé flúormengun sem valdi því að hrossin hafi þjáðst af EMS-heilkenninu. Þá telja þeir tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin komi frá álverinu á Grundartanga. Í dóminum er það fundið að niðurstöðum þeirra Jakobs og Sigurðar að annars vegar séu áhrif flúormengunar á hross lítt rannsökuð og hins vegar að hross annarra bænda í nágrenni álversins hafi ekki verið rannsökuð. Í Hvalfjarðarsveit séu haldin hross á fleiri bæjum en Kúludalsá og yfir sumartímann séu þau allmörg í nágrenni álversins á Grundartanga. Þrátt fyrir að álverið hafi verið rekið í tvo áratugi hafi enginn eigandi hrossa í nágrenni þess tilkynnt um sams konar veikindi hrossa sinna. Þó að skýrslan sé ekki talin fullnægjandi sönnunargagn í málinu að mati dómsins er tekið fram að hún sé þarft framlag og góður upphafspunktur fyrir enn vandaðri rannsóknir á áhrifum flúors á hross og grasbíta almennt. Sannanlegar orsakir heilkennisins sem talið er hrjá hrossin á Kúludalsá séu hins vegar fyrst og fremst offóðrun á orkuríku fóðri og hreyfingarleysi. Sjúkdómurinn sem málið sé risið af stafi þannig af því að dýrin bíti meira en þau brenna og hafi þróað með sér sjúkdóminn í tímans rás. Með vísan til þessa og þess að gögn málsins um áhrif álversins á nærumhverfi þess styðji ekki við málatilbúnað Ragnheiðar var Norðurál sýknað af kröfum hennar. Að sögn lögmanns hennar, Daníels Isebarn Ágústssonar, verður niðurstöðunni áfrýjað til Landsréttar.sighvatur@frettabladid.is Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Tengdar fréttir Álver Norðuráls hagnast um þrjá milljarða króna Álver Norðuráls á Grundartanga skilaði hagnaði upp á 29 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 3 milljörðum króna, á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 17. maí 2018 08:00 Kúludalsárbóndi ekki af baki dottinn þrátt fyrir frávísun Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, segir baráttu sinni vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga og veikinda í hrossum sínum hvergi nærri lokið. 21. ágúst 2017 06:00 Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Norðurál Grundartanga af kröfum hrossabóndans á Kúludalsá, Ragnheiðar Jónu Þorgrímsdóttur, sem barist hefur í mörg ár fyrir því að tengsl flúormengunar frá álverinu og veikinda hrossa hennar verði viðurkennd. Í málinu gerði Ragnheiður miskabótakröfu upp á 21 milljón króna og krafðist auk þess viðurkenningar á skaðabótaskyldu álversins vegna veikinda hrossa hennar og hrossadauða í kjölfar mengunar frá verksmiðjunni. Ragnheiður, sem annast hefur um hross frá barnsaldri og borið ábyrgð á hrossahaldi áratugum saman, heldur því fram að heilsa hrossa á bænum hafi ávallt verið ágæt og óþekkt að hross veiktust. Þetta hafi gjörbreyst eftir atvik sem varð í álverinu árið 2006 og olli því að styrkur flúors í grasi fór upp fyrir viðurkennd þolmörk grasbíta. Í málinu var deilt um hvort flúor sem fer út í andrúmsloftið við álbrennsluna valdi þeim veikindum sem hrjáð hafa hross Ragnheiðar. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar tveggja dýralækna annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá tilraunastöðinni á Keldum, sem skoðuðu 21 hross frá Kúludalsá árið 2011, bar meirihluti hrossanna einkenni heilkennisins Equine metabolic syndrome (EMS) sem í dóminum er lýst sem eins konar lífsstílssjúkdómi í hrossahaldi ekki ósvipuðum sykursýki 2 í mönnum þar sem ofát, spiksöfnun og hreyfingarleysi valda efnaskiptatruflunum með alvarlegum afleiðingum. Í annarri rannsókn, einnig framkvæmdri að beiðni ráðuneytisins, komust Jakob Kristinsson, fyrrverandi prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, og Sigurður Sigurðarson dýralæknir hins vegar að þeirri niðurstöðu að bein úr hrossum frá Kúludalsá sýndu ótvírætt að flúormengun á bænum væri mikil og styrkur flúoríðs í beinasýnum um það bil fjórfaldur á við það sem finnst í hrossum á ómenguðum svæðum. Niðurstaða þeirra er sú að það sé flúormengun sem valdi því að hrossin hafi þjáðst af EMS-heilkenninu. Þá telja þeir tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin komi frá álverinu á Grundartanga. Í dóminum er það fundið að niðurstöðum þeirra Jakobs og Sigurðar að annars vegar séu áhrif flúormengunar á hross lítt rannsökuð og hins vegar að hross annarra bænda í nágrenni álversins hafi ekki verið rannsökuð. Í Hvalfjarðarsveit séu haldin hross á fleiri bæjum en Kúludalsá og yfir sumartímann séu þau allmörg í nágrenni álversins á Grundartanga. Þrátt fyrir að álverið hafi verið rekið í tvo áratugi hafi enginn eigandi hrossa í nágrenni þess tilkynnt um sams konar veikindi hrossa sinna. Þó að skýrslan sé ekki talin fullnægjandi sönnunargagn í málinu að mati dómsins er tekið fram að hún sé þarft framlag og góður upphafspunktur fyrir enn vandaðri rannsóknir á áhrifum flúors á hross og grasbíta almennt. Sannanlegar orsakir heilkennisins sem talið er hrjá hrossin á Kúludalsá séu hins vegar fyrst og fremst offóðrun á orkuríku fóðri og hreyfingarleysi. Sjúkdómurinn sem málið sé risið af stafi þannig af því að dýrin bíti meira en þau brenna og hafi þróað með sér sjúkdóminn í tímans rás. Með vísan til þessa og þess að gögn málsins um áhrif álversins á nærumhverfi þess styðji ekki við málatilbúnað Ragnheiðar var Norðurál sýknað af kröfum hennar. Að sögn lögmanns hennar, Daníels Isebarn Ágústssonar, verður niðurstöðunni áfrýjað til Landsréttar.sighvatur@frettabladid.is
Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Tengdar fréttir Álver Norðuráls hagnast um þrjá milljarða króna Álver Norðuráls á Grundartanga skilaði hagnaði upp á 29 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 3 milljörðum króna, á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 17. maí 2018 08:00 Kúludalsárbóndi ekki af baki dottinn þrátt fyrir frávísun Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, segir baráttu sinni vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga og veikinda í hrossum sínum hvergi nærri lokið. 21. ágúst 2017 06:00 Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Álver Norðuráls hagnast um þrjá milljarða króna Álver Norðuráls á Grundartanga skilaði hagnaði upp á 29 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 3 milljörðum króna, á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 17. maí 2018 08:00
Kúludalsárbóndi ekki af baki dottinn þrátt fyrir frávísun Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, segir baráttu sinni vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga og veikinda í hrossum sínum hvergi nærri lokið. 21. ágúst 2017 06:00
Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 11. ágúst 2017 06:00