Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2018 21:30 Hin norska Maren Ueland horfir niður til Eyjafjarðar á leið af Sprengisandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad. Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. Myndir úr Íslandsferðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Morðið á hinni 28 ára Maren Ueland frá Noregi og hinni 24 ára Louisu Vesterager Jespersen frá Danmörku hefur vakið mikinn óhug en lík þeirra fundust á gönguleið í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgni. Þrír Marokkóskir menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins en stúlkurnar stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Suður-Noregi. Maren gangandi á Sprengisandsleið í sumar.Mynd/Marius Fuglestad.Í norskum fjölmiðlum hefur verið rifjað upp að Maren ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar með samlanda sínum, Marius Fuglestad. Marius er kunnur á samfélagsmiðlum í Noregi sem Ævintýragaukurinn þar sem hann lýsir gönguferðum sínum. Þar má sjá myndasyrpu frá Íslandsferð þeirra Marenar og Mariusar en þau gengu þá yfir hálendið og fóru meðal annars um Sprengisand. Marius sagði í samtali við Stöð 2 að Maren hefði neyðst til að hætta göngunni eftir sjötta dag vegna eymsla í hásin. Þetta var þann 14. júlí en þau voru þá í Laugafelli norðan Hofsjökuls. Úr fjallaskálanum fékk Maren far með öðrum ferðamönnum niður til Eyjafjarðar.Marius og Maren á hálendi Íslands.Mynd/Marius Fuglestad og Maren Ueland.Að sögn Mariusar komu þau einnig við í verslun Cintamani í Reykjavík þar sem þau klæddu sig upp en íslenski fataframleiðandinn er einn af styrktaraðilum Mariusar og styrkti þau bæði í Íslandsgöngunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. Myndir úr Íslandsferðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Morðið á hinni 28 ára Maren Ueland frá Noregi og hinni 24 ára Louisu Vesterager Jespersen frá Danmörku hefur vakið mikinn óhug en lík þeirra fundust á gönguleið í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgni. Þrír Marokkóskir menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins en stúlkurnar stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Suður-Noregi. Maren gangandi á Sprengisandsleið í sumar.Mynd/Marius Fuglestad.Í norskum fjölmiðlum hefur verið rifjað upp að Maren ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar með samlanda sínum, Marius Fuglestad. Marius er kunnur á samfélagsmiðlum í Noregi sem Ævintýragaukurinn þar sem hann lýsir gönguferðum sínum. Þar má sjá myndasyrpu frá Íslandsferð þeirra Marenar og Mariusar en þau gengu þá yfir hálendið og fóru meðal annars um Sprengisand. Marius sagði í samtali við Stöð 2 að Maren hefði neyðst til að hætta göngunni eftir sjötta dag vegna eymsla í hásin. Þetta var þann 14. júlí en þau voru þá í Laugafelli norðan Hofsjökuls. Úr fjallaskálanum fékk Maren far með öðrum ferðamönnum niður til Eyjafjarðar.Marius og Maren á hálendi Íslands.Mynd/Marius Fuglestad og Maren Ueland.Að sögn Mariusar komu þau einnig við í verslun Cintamani í Reykjavík þar sem þau klæddu sig upp en íslenski fataframleiðandinn er einn af styrktaraðilum Mariusar og styrkti þau bæði í Íslandsgöngunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20