Vala Eiríks velur plötur ársins 2018: „Fékk bónerinn minn aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 16:30 Vala Eiríks starfar á FM957. Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir á FM 957 hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Ylja – Dætur Þessar stelpur eru uppáhaldið mitt og sem sérlegur þjóðlagaperri kolféll ég fyrir plötunni, Dætur. Vel unnin, hrein og tær. Raddirnar þeirra fara fullkomlega saman og gefa lögunum sem við þekkjum öll og elskum nýtt líf, með fortíðarsjarma samt.2. Todmobile – Hermaur Þetta er kannski pínku svindlsvar þar sem þetta er safnplata, en hún kom út á þessu ári svo ég leyfi mér bara víst að setja hana á listann minn. Elska Todmobile, að eilífu, Amen.3. Herra Hnetusmjör – Hetjan úr hverfinu Ókei, ég veit að allir sem mig þekkja fá hland fyrir hjartað núna, enda hata ég rapp.. Hata. En ég veit ekki. Hnetusmjör lætur mér líða svalri þegar ég hlusta á hann og lagið Keyra og Upp Til Hópa tryggir þriðja sætið á þessum lista. Erlendar plötur ársins: 1. Børns – Blue Madonna Ég uppgötvaði Børns fyrr á þessu ári og hef verið húkkt síðan. Sko óþolandi húkkt. Hann er töfrar og tónlistin hans fær mig til að kikna í hnjánum. Myndi giftast honum ef hann vildi mig. Uppáhalds lagið á plötunni er Faded Heart.2. Muse - Simulation Theory Það er eitthvað við hljóminn þeirra sem bara heldur mér. Ég, eins og svo margir aðrir, hef verið pínkulítið föst í fortíðinni hvað Muse varðar, en svo kom þessi plata! Ómægod hvað ég fékk bónerinn minn aftur. Ég verð eiginlega að taka Propaganda sérstaklega fyrir, því það er áráttulagið mitt þessa dagana, alveg nettur Prince í því.3. First Aid Kit – Ruins Ég er með netta First Aid Kit áráttu, alveg síðan ég heyrði Wolf. Ef þú kannt að meta vandaða texta, melodíur sem tala við sálina þína og fullkomnar raddanir þá eru sænsku drottningarnar þínar. Ruins er unaður. Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir á FM 957 hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Ylja – Dætur Þessar stelpur eru uppáhaldið mitt og sem sérlegur þjóðlagaperri kolféll ég fyrir plötunni, Dætur. Vel unnin, hrein og tær. Raddirnar þeirra fara fullkomlega saman og gefa lögunum sem við þekkjum öll og elskum nýtt líf, með fortíðarsjarma samt.2. Todmobile – Hermaur Þetta er kannski pínku svindlsvar þar sem þetta er safnplata, en hún kom út á þessu ári svo ég leyfi mér bara víst að setja hana á listann minn. Elska Todmobile, að eilífu, Amen.3. Herra Hnetusmjör – Hetjan úr hverfinu Ókei, ég veit að allir sem mig þekkja fá hland fyrir hjartað núna, enda hata ég rapp.. Hata. En ég veit ekki. Hnetusmjör lætur mér líða svalri þegar ég hlusta á hann og lagið Keyra og Upp Til Hópa tryggir þriðja sætið á þessum lista. Erlendar plötur ársins: 1. Børns – Blue Madonna Ég uppgötvaði Børns fyrr á þessu ári og hef verið húkkt síðan. Sko óþolandi húkkt. Hann er töfrar og tónlistin hans fær mig til að kikna í hnjánum. Myndi giftast honum ef hann vildi mig. Uppáhalds lagið á plötunni er Faded Heart.2. Muse - Simulation Theory Það er eitthvað við hljóminn þeirra sem bara heldur mér. Ég, eins og svo margir aðrir, hef verið pínkulítið föst í fortíðinni hvað Muse varðar, en svo kom þessi plata! Ómægod hvað ég fékk bónerinn minn aftur. Ég verð eiginlega að taka Propaganda sérstaklega fyrir, því það er áráttulagið mitt þessa dagana, alveg nettur Prince í því.3. First Aid Kit – Ruins Ég er með netta First Aid Kit áráttu, alveg síðan ég heyrði Wolf. Ef þú kannt að meta vandaða texta, melodíur sem tala við sálina þína og fullkomnar raddanir þá eru sænsku drottningarnar þínar. Ruins er unaður.
Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira