Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2018 14:00 Framleiðsla bandarískra verksmiðja jókst þrátt fyrir að losun þeirra á mengandi efnum drægist saman um 60% á sama tíma. Vísir/EPA Mengandi útblástur frá bandarískum verksmiðjum dróst saman um 60% frá árinu 1990 til 2008 þrátt fyrir að framleiðsla þeirra hafi aukist á sama tíma. Meginástæðan var sú að verksmiðjurnar tóku upp hreinni framleiðsluaðferðir til að uppfylla strangari umhverfisreglugerðir. Þetta er niðurstaða tveggja hagfræðinga við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Þeir rekja samdráttinn í útblæstri til loftgæðalaga (e. Clean Air Act) sem sett voru á 7. áratug síðustu aldar og frekari reglna sem settar voru á grundvelli þeirra. Þeir lögðust yfir gögn frá 1.400 verksmiðjum í Bandaríkjunum á þessu tæplega tveggja áratuga tímabili og báru saman við losunartölur. Greindu þeir síðan samdráttinn í losun og hvað hefði valdið honum, að því er segir í frétt á vef Kaliforníuháskóla. Breyting á framleiðslutækni var aðalástæðan fyrir því að losun á efnum eins og nituroxíðum, brennisteinsdíoxíði og kolmónoxíði dróst mikið saman. Þetta gerðist jafnvel þó að framleiðslan væri 30% meiri árið 2008 en árið 1990. Á tímabilinu telja þeir að umhverfisreglugerðir hafi orðið tvöfalt strangari. Þeir Joseph Shapiro, aðstoðarprófessor í landbúnaðar- og auðlindahagfræði, og Reed Walker, aðstoðarprófessor við Haas-viðskiptaskólann, telja að rekja megi mestan hluta samdráttarins í losun til þess. Þeir afskrifa að aðrir þættir eins og flótti verksmiðjuframleiðslu frá Bandaríkjunum til landa eins og Kína og Mexíkó hafi valdið samdrættinum. „Á sjöunda og átta áratugnum hafði fólk áhyggjur af því að loftmengunin yrði óbærileg í Los Angeles, New York og öðrum bandarískum borgum fyrir lok 20. aldarinnar. Í staðinn hefur loftmengun hrapað og gögnin sýna að umhverfisreglur og hreinsun á framleiðsluferlum sem tengist þeim hafi leikið lykilhlutverk í þessum mikla samdrætti,“ segir Shapiro. Bandaríkin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Mengandi útblástur frá bandarískum verksmiðjum dróst saman um 60% frá árinu 1990 til 2008 þrátt fyrir að framleiðsla þeirra hafi aukist á sama tíma. Meginástæðan var sú að verksmiðjurnar tóku upp hreinni framleiðsluaðferðir til að uppfylla strangari umhverfisreglugerðir. Þetta er niðurstaða tveggja hagfræðinga við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Þeir rekja samdráttinn í útblæstri til loftgæðalaga (e. Clean Air Act) sem sett voru á 7. áratug síðustu aldar og frekari reglna sem settar voru á grundvelli þeirra. Þeir lögðust yfir gögn frá 1.400 verksmiðjum í Bandaríkjunum á þessu tæplega tveggja áratuga tímabili og báru saman við losunartölur. Greindu þeir síðan samdráttinn í losun og hvað hefði valdið honum, að því er segir í frétt á vef Kaliforníuháskóla. Breyting á framleiðslutækni var aðalástæðan fyrir því að losun á efnum eins og nituroxíðum, brennisteinsdíoxíði og kolmónoxíði dróst mikið saman. Þetta gerðist jafnvel þó að framleiðslan væri 30% meiri árið 2008 en árið 1990. Á tímabilinu telja þeir að umhverfisreglugerðir hafi orðið tvöfalt strangari. Þeir Joseph Shapiro, aðstoðarprófessor í landbúnaðar- og auðlindahagfræði, og Reed Walker, aðstoðarprófessor við Haas-viðskiptaskólann, telja að rekja megi mestan hluta samdráttarins í losun til þess. Þeir afskrifa að aðrir þættir eins og flótti verksmiðjuframleiðslu frá Bandaríkjunum til landa eins og Kína og Mexíkó hafi valdið samdrættinum. „Á sjöunda og átta áratugnum hafði fólk áhyggjur af því að loftmengunin yrði óbærileg í Los Angeles, New York og öðrum bandarískum borgum fyrir lok 20. aldarinnar. Í staðinn hefur loftmengun hrapað og gögnin sýna að umhverfisreglur og hreinsun á framleiðsluferlum sem tengist þeim hafi leikið lykilhlutverk í þessum mikla samdrætti,“ segir Shapiro.
Bandaríkin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira