Innlent

Ellert snýr aftur á Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.
Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. FBL/Eyþór
Ellert B. Schram tekur í dag sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í tveggja mánaða sjálfskipað launalaust leyfi. Ágúst Ólafur greindi frá því seint á föstudag að ástæðan væri framkoma hans í garð konu sem hann hitti á bar í mars síðastliðnum. Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar tók málið fyrir en konan tilkynnti Ágúst til nefndarinnar.

Ellert, sem verður áttræður á næsta ári, er öllum hnútum kunnugur á Alþingi. Hann sat fyrst á þingi frá 1971 til 1979 sem landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga og næstu fjögur ár á eftir sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Síðar gekk Ellert í raðir Samfylkingarinnar og sat á þingi frá 2007 til 2009.

Ellert er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi

Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×