„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 10:45 Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir hjá Streituskólanum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“ Heilbrigðismál Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“
Heilbrigðismál Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira