Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2018 09:49 Heimir Hallgrímsson var sjö ár með íslenska karlalandsliðinu en nú tekur við öðruvísi áskorun vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira