"Ég get ekki andað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty „Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05