Innlent

Am­ber situr „hægt og prútt“ í Horna­fjarðar­höfn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mynd af Amber úr vefmyndavél Hornafjarðarhafnar.
Mynd af Amber úr vefmyndavél Hornafjarðarhafnar.
Hollenska flutningaskipið Amber situr enn fast í Hornafjarðarhöfn, en skipið strandaði þar í gærmorgun.

Vonir stóðu til að skipið myndi komast á flot á háflóði í gærkvöldi en það gekk ekki eftir. Ekki var nægileg flóðhæð samkvæmt Vigni Júlíussyni, forstöðumanni Hornafjarðarhafnar.

Hann segir að líklega muni skipið ekki komast á flot fyrr en á morgun. Amber situr hægt og prútt í höfninni að sögn Vignis og ekki er að sjá að neinar skemmdir séu á skipinu.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×