Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 18:34 Jón Páll Hreinsson með skóflu í hönd í Bolungarvík. Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira